Hið árlega fly in á Melgerðismelum í tengslum við flugdag Flugsafns Íslands verður helgina 26. – 28. júní.

Dagskrá er svo hljóðandi…

Föstudagur:
-Hoppukastali fyrir börnin verður alla helgina
-Melagrill kl. 18:00. Hamborgarar, pylsur og gos.
-Lendingakeppni kl. 19:30

Laugardagur:
-Flugdagur Flugsafns Íslands hefst kl. 13:00 á Akureyrarflugvelli
-Fly in dinner að hætti Bautans í flugskýlinu á Melgerðismelum kl. 19:00. Wolfgang Sahr „Saxi“ mun spila dinner jazz.
-Partý í Hyrnu þar sem trúbador mun halda uppi góðri stemningu og Kaldi sér til þess að enginn verði þyrstur. AVGAS drykkurinn verður að sjálfsögðu í boði hússins.

Sunnudagur:
-Morgunmatur í Hyrnu upp úr kl. 11:00

Bautinn verður með áfengissölu á meðan maturinn stendur yfir í flugskýlinu auk þess sem Kaldi bjór verður til sölu á mjög hagstæðu verði í Hyrnu en þó er öllum frjálst að koma með sína egin drykki.